|
|
|
|||||||||||||||||
|
Velkomin á vef okkar „eskifjordur.is“ Þessi vefur var settur upp til að halda utan um upplýsingar um Eskifjörð sem orðið hafa til í áranna rás. Hér eru dregnar saman allskonar upplýsingum um „fjörðinn okkar‟, landslag, byggð og mannlíf fyrr og síðar. Efni síðunnar er samsafn upplýsinga frá fjölmörgum aðilum sem látið hafa sér annt um minningu Eskifjarðar og mannlífs við fjörðinn. Grunnur að þessum vef eru gögn sem orðið hafa til við nám og starf í Eskifjarðarskóla. Starf nemenda og kennara til margra ára en auk þess er leitað í skrif annarra sem skrifað hafa um fólk og starf undir Hólmatindi. Er sérstaklega vert að nefna bókina um Eskifjörð, Eskju, sem Einar Bragi tók saman og ritaði. Ábendingar um efni á vefinn eru vel þegnar og aðstandendur vefsins óska eftir að haft verði samband við þá ef eitthvað má betur fara eða ef leiðrétta þarf efni, því betur sjá augu en auga. |
|