|
Því miður eru sjóslys eitthvað sem virðast fylgja hverju sjávarplássi. Eskifjörður er engin undantekning. Frá upphafi sjávarútvegs á Eskifirði hafa orðið allt of mörg sjóslys, sum hafa valdið eignatjóni en því miður hafa nokkur valdið dauðsföllum með tilheyrandi sorg og tómarúmi í hjörtum margra. Hér fyrir neðan eru nokkur sjóslys sem tengjast Eskifirði og stuttar umfjallanir um þau. Sjóbæn Almáttugi Guð. Hafdjúpin eru í hendi þinni, veður og öldur á valdi þínu. Lífið mitt og allir hagir mínir eru í þinni umsjá og það veit ég af orði þínu, að þú lætur þér annt um mig. Þú hefur verndað mig og vakað yfir vegum mínum, þótt ég hafi oft vikið frá þér og hryggt heilagt föðurhjarta þitt. Ég þakka þér gæsku þína, góði Guð. Ég bið þig að fyrirgefa mér brot mín og bresti og leiða mig á rétta vegu. Ég fel þér skipið og alla, sem á því eru. Gjör þú ferðina góða og farsæla. Ég fel þér öll mín áform og fyrirtæki. Ég fel þér heimili mitt og ástvini. Vak yfir oss öllum allar stundir og varðveit oss hjá þér, í þeirri trú, sem tengir oss þér í lífi og dauða. Fyrir Jesú Krist, Drottinn minn og frelsara. Amen.
Sjóslys (Bergvík strandar og Goðinn sekkur í Vaðlavík, Maður fyrir borð á Seley (Björn)
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Sukku 30. nóvember árið 1923 Mótorbáturinn Heim var í eigu Tómasar Magnússonar frá Eskifirði og fórust með honum fjórir menn. Þeir hétu: Óskar Bjarnason, Bjarni Eiríksson, Einar Baldvinsson og Jóhann Einarsson. Mótorbáturinn Kári var frá Helgustöðum og fórust með honum einnig fjórir menn. Þeir hétu: Hallgrímur Stefánsson, Eiríkur Helgason, Gunnlaugur Ólafsson og Valgeir Vilhjálmsson. (Morgunblaðið - fimmtudagur 6. desember 1923. 30. tölublað, síða 4) Blessuð sé minning þeirra allra.
Maður fellur útbyrðis og drukknar 28. febrúar árið 1933 Mótorbáturinn Víkingur var frá Eskifirði og var í eigu Karls Jónassonar. Slysið varð þegar báturinn var við Hornafjarðarós og maðurinn sem féll útbyrðis hét Helgi Jónsson og var frá Eskifirði. Helgi þessi var faðir bræðranna Leifs í Hlíð og Garðars bílstjóra. Blessuð sé minning hans
sökk 2. febrúar árið 1956.
Það
var 30. janúar árið 1956 sem Hólmaborgin SU-555 hélt af stað frá
Neskaupsstað til Peterhead í Norður-Skotlandi til að ná í nýja vél
í bátinn. Ferðin átti að
taka fimm daga. Það síðasta
sem heyrðist frá Hólmaborginni var þegar hún var að kalla á
loftskeytastöðina í Færeyjum. Það
var togarinn Austfirðingur sem heyrði kallið en hugði ekkert frekar að
því. Það er kunnugt af fregnum að Hólmaborgin lenti í mjög slæmu veðri á
hafi, jafnvel ofsaveðri. Flugvélar frá Keflavíkurflugvelli leituðu á svæðinu frá Íslandi til Færeyja en flugvélar frá Bretlandi leituðu á svæðinu frá Færeyjum til Skotlands. Millilandaflugvélin Hekla lagði lykkju á leið sína til Gautaborgar til að svipast eftir Hólmaborginni en án árangurs. Strandgæslan var einnig með tvö varðskip og einn Katalínuflugbát við leit. Allt í allt var leitað á stærra svæði en allt Ísland. Menn giskuðu á að Hólmaborgin hefði orðið fyrir áfalli, vélin bilað
og skipið hrakið langt norður af siglingaleiðum og skipsmenn ekki getað
látið vita af sér vegna bilunar í talstöð.
17. febrúar var síðan leitinni að Hólmaborg og fjögurra manna
áhöfn, formlega hætt.
brennur og sekkur 3. júní árið 1966
Jónas Jónasson GK-101 (var gefið nafnið Birkir SU-519 rétt fyrir brunann) fór af stað snemma dags þann 3. júní árið 1966. Ferðinni var heitið í slipp á Neskaupstað. Í áhöfn voru þrír menn, þeir Jóhannes Steinsson (skipstjóri), Ölver Guðnason (stýrimaður) og Kristinn Sigtryggsson (vélstjóri). Þegar báturinn var staddur út af Litlu-Breiðuvík urðu mennirnir varir við eld í vélarrúmi. Eldurinn magnaðist hratt og hálftíma síðar, eða um klukkan 9:30, skutu þeir upp neyðarblysi og yfirgáfu bátinn yfir í björgunarbát. Menn voru sendir frá Litlu-Breiðuvík til að sækja áhöfnina. Eldurinn og reykurinn sást langar leiðir og var Björg SU-9 frá Eskifirði send út með slökkvitæki frá slökkviliðinu til að reyna að bjarga Jónasi. Sú björgunaraðgerð var árangurslaus og sökk Jónas um klukkan 15:30 innan við Hólma eftir að hafa rekið um mest allan fjörð. sökk 28. janúar árið 1973. Það var að morgni sunnudagsins 28. janúar 1973 sem Jón Kjartansson SU-111 var við loðnuveiðar suður undir Hvalbak. Skyndilega um klukkan 10:20 lagðist báturinn á bakborðshliðina þegar verið var að ljúka við að dæla loðnu um borð úr nót skipsins. Kalt var á miðunum og dálítill sjór. Lónaði skipið áleiðis til lands, þar sem mann voru ekki í yfirvofandi hættu. Eftir tæpa klukkustundar siglingu breyttist ástandið þannig að skipið lagðist á stjórnborðshlið og var hallinn mjög mikill. Nú var áhöfn komin í ákveðna hættu og fóru allir skipverjar nema skipstjórinn, stýrimaðurinn og vélstjórinn yfir í Dagfara ÞH-70. Haldið var áfram við að komast nær landi og alltaf hélt báturinn áfram að halla meir. Klukkan 19:45 voru allir úr áhöfninni komnir yfir í Dagfara og klukkan 20:30 sökk Jón síðan úti fyrir Vattanesi. Talið er að skilrúm í lest hafi gefið sig með fyrrgreindum afleiðingum.
sökk 30. apríl árið 1979.
Í enduðum aprílmánuði árið 1979 hélt Hrönnin SH-149 af stað frá
Breiðdalsvík til heimahafnar á Eskifirði.
Hrönnin hafði landað á Breiðdalsvík um tíma. Magnús NK-72 var að koma frá veiðum við Hrollaugseyjar
og var á leið heim til Neskaupsstaðar og var ákveðið að vera í
samfloti norður með Austfjörðum.
Leiðir skildu síðan þegar Hrönnin var komin að mynni Reyðarfjarðar.
Veður var mjög vont. Norðanstormur
og sex stiga frost en þó bjart yfir.
Skömmu eftir að leiðir skildu heyrði skipstjóri Magnúsar neyðarkall
frá Hrönninni og snéri strax til baka, en þegar á staðinn var komið
þar sem þeir töldu Hrönnina hafa lent í hremmingum fannst ekkert nema
netabelgir og annað netadót. Skipstjóri
Magnúsar segir að Hrönnin hafi horfið af ratsjá á 2 – 4 mínútum.
Björgunarsveitir voru strax sendar til að leita í fjörum og bátar
sem voru í nágrenninu fóru á staðinn og leituðu (alls um 14 bátar).
Einnig kom flugvél landhelgisgæslunnar TF-SYN með birtingu og hóf
leit. Ekkert fannst fyrr en daginn eftir þegar Votabergið SU-14
fann lík Stefáns Guðmundssonar stýrimanns, suðvestan við Skrúð.
10. maí var síðan formlegri leit hætt af þeim fimm skipverjum
sem enn var saknað. Enn í
dag hafa þeir ekki skilað sér.
„Feigum er ei forðað né ófeigum í hel komið“.
Þetta má með sanni segja um sjöunda skipsverjan á Hrönninni
en hann fór í land á Breiðdalsvík í stað þess að fara til
Eskifjarðar. Maðurinn var
Ólafur Halldórsson frá Reykjavík.
Hann hafði fest kaup á bíl á Breiðdalsvík og hugðist fara með
bátnum til Eskifjarðar til að verða sér úti um ökuskírteini en ákvað
á síðustu stundu að taka áhættuna og aka bílnum ökuskírteinislaus
til Reykjavík. Þegar hann
var kominn suður til Kirkjubæjarklausturs frétti hann af slysinu og var
að sjálfsögðu mjög svo brugðið.
Blessuð
sé minning þeirra.
Maður fellur útbyrðis og drukknar 31. janúar árið 1985
Það var 31. janúar árið 1985 sem Svanberg Olsen var að vinna á Hólmanesinu SU-1. Veður var vont og mikil alda. Svanberg lenti útbyrðis og þrátt fyrir baráttu og vilja var kuldinn og aldan yfirsterkari og lét hann lífið þar. Svanberg Olsen fæddist í Danmörku 28. júní 1961 og var því 24 ára þegar hann lést. Hann lét eftir sig konu og tvö börn. Blessuð sé minning hans.
sökk 26. desember árið 1986
Það var á jóladag árið 1986 sem tankskipið Syneta nálgaðist Ísland frá Liverpool á Englandi. Í fyrstu var áætlunin að fara fyrst til Vestmannaeyja en áætluninni var breytt og ákveðið að fara fyrst til Eskifjarðar. Sigldi Syneta því meðfram Austfjörðum í stað þess að koma beint úr hafi að Eskifirði. Syneta átti að taka loðnulýsi og flytja það síðan til Rotterdam í Hollandi og Dunkirk í Belgíu. Rétt fyrir miðnætti strandaði Syneta við norðausturhorn Skrúðs. Áhöfnin hélt í fyrstu að hún hefði strandað við Seley en svo var ekki. Strax að neyðarkall heyrðist frá Synetu voru björgunarsveitir ræstar út og einnig var haft samband við alla tiltæka fiskibáta og togara í nágrenninu. Fyrstu skipin lögðu af stað um miðnætti. Klukkan 00:50 fann Hólmatindur SU-220 að Syneta væri strandað við Skrúð. Síðustu samtöl við Synetu fóru fram rétt fyrir klukkan 01:00 aðfaranótt annars dags jóla. Klukkan 01:30 kom fyrsta björgunarskipið á vettvang en það var fiskibáturinn Þorri frá Fáskrúðsfirði. Skömmu seinna voru skipin orðin 12 talsins og þar á meðal varðskipið Týr. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF kom á vettvang um klukkan 04:00. Veður var slæmt, mikið öldurót, mikill straumur og éljagangur og komust björgunarbátar aldrei að Synetu. Áhöfnin á Þorra taldi sig hafa séð ljóstýru og uppblásinn björgunarbát við hlið Synetu í gegnum éljafrasann en skömmu seinna var hann horfinn. Hluti þeirra skipa sem mætt voru á staðinn mynduðu hálfgerða skipagirðingu norður af Skrúð þar sem vindur stóð af suðri og mikið brak barst frá strandstað.
Lík fyrsta skipverjans fannst klukkan 02:40 og skömmu seinna fundu skipverjar á Sæljóninu SU-104 þriðja stýrimann Synetu sem var með lífsmarki en meðvitundarlaus og helblár. Læknir var kvaddur á vettvang og fór hann út á Vattanes þaðan sem hann komst yfir í Sæljónið á fjórða tímanum. Þá var maðurinn enn með lífsmarki en lést skömmu seinna. Líkin fundust síðan eitt af öðru og öll voru þau í björgunarvestum en annars mjög illa klædd sem bendir til þess að hlutirnir hafi gerst hratt. Alls fundust lík 9 skipverja af 12 manna áhöfn. Sjö þeirra náðust um borð í skip á strandstað, tvö um borð í Geisla frá Eskifirði, fjögur um borð í Eskfirðing og eitt um borð í Sæljónið. Lík tveggja skipverja runnu úr vestunum og sukku í sæ þegar verið var að draga þau um borð. Líkin voru sett í land á Eskifirði en síðan flaug flugvél Landhelgisgæslunnar með þau til Reykjavíkur frá Egilsstöðum. Nöfn áhafnarmeðlima voru ekki gefin upp að beiðni aðstandenda þeirra. Sex áhafnarmeðlimir voru Bretar en sex frá Grænhöfðaeyjum. Ástæðan fyrir strandinu er ekki kunn með vissu. Í brjóstvasa mannsins sem Sæljónið fann fannst bréf þar sem hann er að segja frá bilun í skipinu. Hann sagði að ekki væri hægt að sigla skipinu nema á 5 mílna hraða og sjálfstýringin væri biluð. Hvort það var ástæða strandsins veit enginn með vissu. Líklegasta ástæðan er sú að skipstjórinn hafi farið fjarðarvillt og talið sig vera töluvert norðar eða fyrir mynni Reyðarfjarðar, þegar hann tók stefnuna inn á Fáskrúðsfjörð og sigldi beint í strand við Skrúð. Fjórir þeirra sem fundust voru sendir heim til Bretlands en þrír áhafnarmeðlimir frá Grænhöfðaeyjum voru jarðsettir í kirkjugarðinum í Gufunesi. Mennirnir frá Grænhöfðaeyjum hétu Manuel Joao Nascemento, Domingo Manuel Rocha og Ramino Fortes Silva. Einnig er vitað að stýrimaðurinn hét Richard Cape og 2. stýrimaður hét Mark Brooks. Blessuð sé minning áhafnar Synetu.
sökk 14. júlí árið 1988.
Eskfirðingur SU-9 var rétt ókominn á rækjumiðin á Héraðsflóadjúpi þegar skipverjar urðu varir við leka. Skipstjórinn Valdimar Aðalsteinsson, hafði strax samband við Hólmaborg SU-11 sem var skammt hjá á veiðum. Veður var gott, bjart og norðvestan 2-3 vindstig. Tveimur tímum síðar eða rétt fyrir klukkan átta að morgni var öllum skipverjum Eskfirðings skipað að fara í flotgalla og undirbúa að yfirgefa skipið. Þegar Hólmaborgin átti skammt eftir að Eskfirðing, var kominn mikill bakborðshalli á hann og áhöfnin var að fara yfir í björgunarbát. Þegar áhöfnin er að komast í Hólmaborgina, steypist Eskfirðingur niður að framan og sekkur á örskammri stund. Eskfirðingur hét áður Sæberg en þar áður Guðrún Þorkellsdóttir. Ekki er vitað hvað kom fyrir sem olli því að Eskfirðingur sökk.
|