Helstu
örnefni frá Hólmanesi inn að Öskjuhnjúk.
Helstu
örnefni frá Skotahjalla inn að Öskjuhnjúk.
Helstu
örnefni frá Öskjuhnjúk út að Andranum.
Helstu
örnefni frá Andranum út að Ófeigsfjalli.
Helstu
örnefni frá Ófeigsfjalli út að Oddskarði. |
Smellið
á myndir til að sjá örnefni á mynd.
Eskifjörður
Fallegur,
lítill, en grösugur dalur (áður kallaður Kálkur) liggur inn af
fjarðarbotninum.
Eftir honum rennur Eskifjarðará, er kemur norðvestan af
Eskifjarðarheiði. Í
dalnum voru hér á árum áður þrjú býli:
Eskifjörður, yst norðan
ár, Byggðarholt, ofurlítið
innar syðra megin við ána. Í
dag er Byggðarholt í eigu
Eskifjarðar-bæjar og leigir bærinn Golfklúbbi Byggðarholts húsið
undir aðstöðu sína. Innst
syðra megin er Eskifjarðarsel, í daglegu tali kallað Sel.
Veturhús
voru beint á móti Eskifjarðarseli norðan megin árinnar, en
Borgir
voru utan við Byggðarholt ofan vegar upp af hesthúsum Þórólfs
Sverrissonar. Ekki er lengur
stundaður búskapur á þessum bæjum og eru bæirnir Veturhús og Borgir
löngu farnir í eyði.
Vantar
örnefni frá Hólmanesi að Hólmatindi.
Fyrir
innan Hólmatind eru þrír
sveigar í fjallið, og kalla Eskfirðingar tvo hina ystu
Skot, og er Miðaftanstindur
milli þeirra, en Kambfell
fyrir innan. Innsti
sveigurinn blasir við frá Eskifjarðarbæ og heitir hann eftir lögun
sinni Askja eða Eski og
tindurinn norðan megin við hann Öskjuhnjúkur
eða Eskihnjúkur.
Af þessari Öskju er talið að fjörðurinn dragi nafn sitt.
Sumir telja þó að fjörðurinn sé nefndur eftir Eski-plöntunni
sem talið er að hafi vaxið hér.
Milli
Eskihnjúks og
Tungufells eru Hrævarskörð
þar sem farið er af Eskifjarðarheiði
yfir í Svínadal og þaðan
sem leið liggur til Búðareyrar.
Upptök Eskifjarðarár
eru uppi í Hrævarskörðum,
en leiðin um Eskifjarðarheiði liggur talsvert austan við ána og
Tungufell norður í Tungudalinn og síðar út Eyvindardal að Egilsstöðum
á Völlum. Áður en vegur
kom yfir Fagradal, lá póstleið frá Eskifirði upp á Hérað um
Eskifjarðarheiði. Var það
um 6-8 tíma ferð frá Eskifirði til Héraðs þessa leið.
Uppi á heiði eru flatir sem kallaðar eru
Urðarflatir
og á Víná upptök sín þar og rennur hún ofan í Eskifjarðará.
Utan
við Eskifjarðarheiði gengur fram fjallsrani suður frá
Fönn (jökull) upp af Norðfirði, og heitir fjallið
Fell en tindurinn í suðurenda ranans heitir
Andri.
Utan við Andra tekur við allbreiður dalur, er heitir
Þverárdalur,
eftir tveim þverám sem falla í Eskifjarðará, sú innri fellur rétt
fyrir utan Veturhús og nefnist hún
Innri Þverá, en hin fellur milli Veturhúsa og Eskifjarðar og
heitir hún Ytri Þverá. Utan við
Þverárdalsbotna gengur fram Sauðatindur
(Sést af Hólmahálsi, ekki frá Eskifjarðarbæ) og nokkru sunnar er
Harðskafi,
sem er klettabelti í fjallsbrún. Um
Þverárdal og yfir Fönn var stysta leið á Seyðisfjörð og var þá
farin Gagnheiði af Mjóafjarðarheiði.
Fyrir utan Harðskafa er Ófeigsfjall,
og er Ófeigsdalur milli þeirra.
Ófeigsfjall nær út að Lambeyrarskarði, sem er beint upp af
Eskifjarðarkaupstað og má fara gangandi um þetta skarð til Norðfjarðar.
Aftur
upp...
Úr
Ófeigsdal fellur Bleiksá í mörgum
fossum niður og sameinast Eskifjarðará við ósa hennar við botn fjarðarins.
Hún var eitt sinn landamerkjaá milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðarhrepps,
en kauptúnið var hreppur út af fyrir sig og náði þá frá
Bleiksá út að Mjóeyri. Þar voru mörkin milli Eskifjarðar og Helgustaðarhrepps við
Mjóeyri. Hreppaskipti voru
gerð 1906-07, þegar íbúar á Eskifirði urðu 300.
Áður var allur Reyðarfjörður einn hreppur, en eftir skiptin þrír,
Reyðarfjarðarhreppur,
Eskifjarðarhreppur og Helgustaðahreppur.
Um
bæinn falla fjórar ár úr Lambeyrardal:
Grjótá innst, mikill vágestur
þorpinu vegna vatnavaxta, Snæhvammsá
betur þekkt sem Innri Lambeyrará
eða Bankalækur, Ytri Lambeyrará,
daglega kölluð Ljósá. Þaðan
fengu Eskfirðingar rafmagn frá 1911 allt til 1954, en þá var tekin í
notkun ný dísalrafstöð er sá bæjarbúum fyrir rafmagni.
Þá kemur Hlíðarendaá
og fellur hún til sjávar innan við húsið Brú. Þar sem
Innri
Lambeyrará fellur til sjávar var upphaflega lítil jörð sem hét
Lambeyri og byggðist kaupstaðurinn á landi hennar.
Má í dag sjá þar helstu byggingar bæjarins s.s. skólann,
bankann, pósthúsið, lögreglustöðina, sýsluskrifstofuna, félagsheimilið,
verslanir, gömlu kirkjuna, og íþróttahús auk íbúðarhúsa.
Það var ekki fyrr en árið 1803 sem Mjóeyri var keypt og
sameinuð kaupstaðnum.
Innst
sunnan fjarðar sjást "Suðurfjöllin" mun sjást í Eyrarskarð,
þá Hoffell yfir Goðaborg og Rammöxl, þá kemur
nokkuð löng egg út á Lambafell, þá Guðrúnarskörð
og Miðaftanshnjúkur. Hrossahjalli breiðir úr sér fyrir neðan öll þessi
fjöll. Þá tekur við Nóntindur,
Bunga og Berutindur, Rauðafell neðan undir
Berutindi raninn með Söðulhnjúk út og niður af Berutindi.
Síðan koma fjöll upp af Hafranesi og Kolmúla en
ekki verður farið í að tíunda þau hér að svo stöddu.
Hér
á eftir verða rakin örnefni í fyrrverandi Helgustaðahreppi, en
vegna fólksfækkunar var Helgustaðarhreppur sameinaður Eskifjarðarbæ
samkvæmt lögum í eitt bæjarfélag árið 1988.
Fyrir
utan Eskifjörð tekur við fyrrverandi Helgustaðarhreppur og nær hann
alla leið austur og norður að Gerpi.
Við sameiningu þessara tveggja hreppa urðu landfræðileg mörk
Eskifjarðar frá Hólmahálsi og út á Hólmanes í suðri
og allt norður til Gerpis austasta tanga landsins.
Fyrir
utan Lambeyraskarð rís Svartafjall hátt upp yfir Hólmgerðarfjalli,
en það er fjallöxl út og upp af Eskifjarðarbæ.
Svartafjall er 1021 m á hæð og mun ekkert fjall vera hærra
þar fyrir utan, en aftur á móti eru hærri fjöll að finna í
fjallsrananum í áttina að Fönn. Utan við Svartafjall er Oddskarð. Undir það liggja göng sem auðvelda allar samgöngur á
landi milli Eskifjarðar og Norðfjarðar til muna frá því sem áður
var, en menn þurftu að keyra yfir skarðið, en það var oft ófært
vegna snjóa og aurbleytu. Nú eru
áform um að gera ný göng frá Eskifirði til Norðfjarðar, sem gerðu
það að verkum að Oddskarð yrði alveg úr leið. Oddskarð
mun hafa verið einn hæsti fjallvegur á landinu eða í um 600 metra hæð.
Kolabotnar heitir svæði rétt ofan við Eskifjarðarbæ,
þar sem nú er gróðurreitur nemenda Grunnskólans á Eskifirði.
Áður fyrr voru þarna stórir og miklir fiskhjallar á vegum Hraðfrystihúss
Eskifjarðar og Togaraútgerðar Austfirðings meðan hún var og hét.
Svínaskáli
var næsti bær fyrir utan Eskifjörð.
Þar bjó á 19. öld merkur hagleiksmaður, Jónas Símonarson.
Lét hann m.a. bæjarlæk sinn knýja sög og kornmyllu. Þar bjó einnig sonur hans, mikill fræðimaður, Árni Jónasson,
sem átt hefur stóran þátt í að semja skrá um örnefni og staðhætti
í Helgustaðarhrepp. Fyrir
neðan Svínaskála er lág hæð sem kallast Svínaskálaklif.
Fyrir
utan Svínaskála er Inn-Stekkur
eða
Svínaskálastekkur
(í daglegu tali er þessi staður kallaður Stekkur, Engjabakki
eða Garðshorn).
Þess skal getið að þar fæddist prófessor Ricard Beck, sem fór
ungur til Ameríku og starfaði þar sem kennari og rithöfundur við góðan
orðstír. Erfitt þótti að nýta þessa jörð vegna hættu af
skriðuhlaupum.
Hvalstöð
var Svínaskálastekk neðan og utan við fyrrverandi kartöflugarða
skólans og annarra kartöfluræktenda úr kaupstaðnum.
Það var
kaupmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson frá Ísafirði sem hóf hvalveiðar og
vinnslu þarna árið 1904 en 1912 lagðist sú starfsemi niður vegna hráefnisskorts.
Hvalurinn var horfinn af Austfjarðarmiðum.
(sjá nánar í Eskju 1, bls. 15,16,17.)
Næst
kemur bærinn Högnastaðir, sem er á mjórri landspildu milli
Merkigils
að innan og Hellisár að utan
og nær frá fjöru upp bratt fjall og innanverðan Sellátradal,
á Oddskarð og Svartafjall innan við skarðið.
Aftur
upp...
Ljósá
fellur
niður Högnastaðarhlíð innan við bæinn. Í henni er
Rangárfoss.
Efst í gilkafla er klettaþröngin
Hrafnakórinn
og inn af
honum er Þurshöfði sem er lítið fell. Þar uppaf er klettabelti sem
heitir Urðabotnar og þar
undir er stórgrýtisurð.
Neðan
við bæinn Högnastaði var býlið Högnastaðastekkur,
útvegsbýli með afar litla grasnyt, þar var einnig annað álíka útvegsbýli
líklega ævagamalt. Það hét Gvendarkirkja
og þar á að hafa verið
Gvendarbrunnur,
týndur nú. Munnmæli herma, að Guðmundur
biskup hafi á sinni tíð vígt staðinn fyrir skriðuhlaupum í
landinu, Ljósárgili, óljósar rústir eru þar, en rústirnar á
stekk löngu útmáðar.
Næst
utan við Högnastaði er bærinn Sellátrar,
sem standa í fallegri brekku, og er þaðan fallegt útsýni inn til Hólmatinds.
Úr Svartafjalli falla ýmsar
ár svo sem: Beljandi utan við
Svínaskála, Stekksá
utan við
Inn-Stekk,
Hellisá utan við Högnastaði.
En utan við Sellátra fellur smá lækur í sjó fram er
Goðá
heitir og heitir víkin Goðavík
og
stendur við Goð, stór
klettur eða steinn er innst í víkinni.
Niður
af Oddsskarði er
Sellátradalur
milli Háuhlíða að innan
og Sellátratinds að utan. Fyrir utan Oddskarð er
Magnúsartindur og suður af honum þar sem skíðalyftan nær hvað hæst
heitir Goðatindur, þá sjávar
rétt utan við Sigmundarhús.
Næsti bær fyrir utan Sellátra heitir
Hvammur
sem
stendur upp á hæð skammt frá veginum. Því næst Sigmundarhús en þá næst
koma Helgustaðir innan við Helgustaðará,
er kemur úr Helgustaðardal,
miklum sveig utan við fjallið. Þaðan má ganga um
Helgustaðaskarð
til Hellisfjarðar eða um
Op
til Oddsdals.
Helgustaðardalur
takmarkast að utan af háum hrygg. Í hlíðum hans er hin alkunna
silfurbergsnáma,
en fyrir utan hann er Hrafnárdalur
og fellur Hrafná um þann dal
fram til sjávar. Um Hrafnárdal
má fara Hrafnaskörð fyrir
sunnan Glámsaugnatind til
Hellisfjarðar.
Hrafná skilur lönd milli Helgustaða og Stóru-Breiðuvíkur.
Utan við Hrafnárdal er fjallið Grákollur,
en þar finnst margt merkilegra steina t.d. jaspis. Síðar tekur við
Eygerðarfjall (sem nefnt er á korti
Eydalafjall
og er fjallið oft nefnt svo í daglegu tali) út að Vaðlavíkurheiði.
Næsti bær fyrir utan Hrafná er Útstekkur,
byggður úr Stóru- Breiðuvíkurlandi.
Útstekkur
stendur við vík í skjóli utan undir háum melum. Fram undan honum
stendur grænn píramídalagaður hóll og vilja menn halda að í hólnum
sé að finna fornminjar en eins gæti þetta bara verið malarhóll eins
og aðrir sem finnast hér um slóðir. Þetta var Reyðarfjarðarhöfn á
einokunartímabilinu. Engar búðaleifar sjást þar nú og var þó byggt
þar fram á 19. öld. Stóra-Breiðuvík með Hjáleigu nær út að
Ytri-Teigará.
Innri-Teigarár koma
fram undan Eygerðarfjalli (Eydalafjall) sömuleiðis
Kerlingará
utan við túnið í Stóru -Breiðuvík.
Næsti
bær er Litla-Breiðuvík. Þar
ólst Ríkarður Beck upp og gerðist mikill sjómaður. Fyrir innan bæ
gengur Borgarhóll fram í sjó.Þar var samkomuhús hreppsins.
Bjarg
heitir býli utan við Litlu-Breiðuvík (nú rústir einar). Þar bjó Ásmundur
Helgason er mikið hefur skrifað um mannlíf við Reiðarfjörð í bók
sinni ”Á sjó og landi” (R.vík. 1949).
Fyrir utan Litlu- Breiðuvík ganga Flesjar lengst
fram í fjörðinn. Úti fyrir Flesjum er Flesjasker.
Undan Flesjum er löng sandfjara sem kölluð er Langisandur og er
þessi staður vinsæll til fjöruferða af skólabörnum og
fleirum. Utan við Flesjar skiptir Flesjaá löndum með
Breiðvíkingum og Karlskálamönnum. Fyrir utan Vaðlavíkurheiði
gengur Álffjall langleiðis út af hafi. Um tvö skörð má
fara yfir þetta fjall til Vaðlavíkur, það er Sléttuskarð
út og upp af Karlskála og Karlskálaskarð milli Álffjalls
og Snæfugls, sem er ysti og mest áberandi tindur á
fjallgarðinum og sést víðast af suðurbyggð Reyðarfjarðar og
jafnvel innan af Búðareyri. Karlskáli stendur í
nokkrum sveig undir Álffjalli.
Þar
er stórt tún og staðarlegt, enda bjó þarna á 19. öld nafnfrægur
bóndi og sjósóknari er hét Eiríkur Björnsson, og má lesa um þennan
bónda í bók Ásmundar „Á
sjó og landi". Ein af dætrum Eiríks var gefin Jóni
Ólafssyni alþingismanni og skáldi, önnur giftist Benedikt
Þórarinssyni kaupmanni í Reykjavík og sú þriðja Jóhannesi
Paturssyni bónda í Færeyjum.
Aftur
upp...
Rétt
utan við Karlsskála er Stekkjartangi og þar var verstöð
í eina tíð. Litlu utar ganga Rifsker í sjó fram.
Þar útaf taka við brattar skriður, Karlsskálaskriður, en í
þeim er svokallaður Hallur hættulegastur. Hann er rétt
innan við Þeistuá, er kemur ofan úr Karlsskáladal (og Karlsskálaskarði).
Milli Þorleifstanga og Haugatanga, sem er grænn höfði
fram í sjó og á að heita skriðulaust, en þá taka við Krossanesskriður
út að eyðijörðinni Krossanesi, sem er ysti bær í
Reyðarfirði, framan á nesinu milli Reyðarfjarðar og
Vaðlavíkur. Þá er enn um Kirkjubólsskriður (allgóðar
yfirferðar) að fara fyrir Múlann, uns komið er að Kirkjubóli,
ysta bæ syðra megin í Vaðlavík.
Eins
og segir í Landnámu þá nam Þórir hávi af Vors „Krossavík
milli Gerpis og Reyðarfjarðar", en þótt víkin hafi látið nafn
sitt, bera Krossanes og Kirkjuból næg vitni um það að
þetta mun vera sama víkin, og landnámsmaðurinn virðist hafa verið
kristinn. Á Kirkjubóli var bænahús. Vaðlavík tilheyrði Helgustaðahreppi. Hún liggur
fyrir opnu hafi og er það hafnleysa en þó má í stillum leggja minni
bátum við klappir í Kirkjubólshöfn að sunnan og Landsenda
að norðan. Undirlendi er þó nokkuð í sveignum, einkum norðan Kirkjubólsár,
er rennur innan af heiði út með fjalli að sunnan. Myndar áin
stórt lón, áður en hún fellur til sjávar. Stendur bærinn Kirkjuból
sunnan við lónið.
Nokkru
innar í landareigninni sunnan ár er býli er heitir Þverá.
Norðan megin árinnar eru þrjár jarðir er heita Karlsstaðir og
er næst heiðinni, þá Ímastaðir og Vaðlar yst.
Norðvestur af Karlsstöðum gengur þröngur dalur inn á milli
fjallanna norður í Viðfjörð. Heitir dalurinn Dysjadalur
og fjallvegurinn Dys eftir dys er stendur þar við veginn.
Þar áttu 17 eða 18 Spánverjar að vera urðaðir og mönnum sem fara
þar um, skylt að kasta steini á hræin.
Af
suðurfjöllum Vaðlavíkur fyrir innan Múla ber mest á Svartafjalli,
en Snæfugl sést fyrir utan Karlsskálaskarð og Hesthaus
og Folöld sem eru smátindar fyrir innan það. Frá Álffjalli
eru nafnlausar eggjar inn á Víkurheiði, en upp af henni sést Náttmálahnjúkur
norðvestur af norður-bæjunum. Utan við Dysjadal rís Karlstaðartindur,
hár og tignarlegur, en ofan á honum eru flatir melar, Karlsstaðasandar.
Þá kemur Ímadalur og Ímatindur upp af Ímastöðum
og loks Húsadalur og Einstakafjall upp af Vöðlum.
Fyrir utan Einstakafjall er Tregadalur og Tregaskarð
sem farið er yfir á leið til Sandvíkur og utan við það er
svo Skúmhöttur. Utan í Skúmhetti er Gerpisdalur
og neðan við hann eru Vaðlaskriður. Þá er enn nokkur
spölur norðaustur að Gerpi sem er austasti höfði Íslands,
girtur mikilúðlegum hamraflugum og er hæsti tindur hans 661 m
hár. Beint niður af honum er Vogatangi, en nokkru
norðaustar er svokallaður Gerpismaður, Mávastapar og Gerpisfles
ganga þar í sjó fram. Við Gerpismann eru sveitarmörk
milli Vaðlavíkur og Sandvíkur eða mörkin milli
Eskifjarðar og Norðfjarðarhrepps og er þá dágóður spölur þar til
komið er fyrir hamrana og þeir fara að sveigja inn til Sandvíkur.
Ganga má í Göngurák það er að segja klettana alla
leið frá Vaðlavík til Sandvíkur, en ekki verður sú
leið öll farin á fjöru.
Úr
Vaðlavík liggur bílvegur um Víkurheiði yfir í
Reyðarfjörð. Sá vegur liggur frá Karlsstöðum upp með Kirkjubólsá
að norðan og upp úr Vatnsbotni á háheiðina. Síðan er
farið vestur með Búrfelli, inn fyrir Teigará og ofan
með henni hjá Stóru-Breiðuvík.
Víkurheiði
er lág, grösug og gott berjaland og beitiland fyrir sauðfé. Er
af henni hið fegursta útsýni,ekki aðeins út yfir Vaðlavíkina
og hafið, heldur einnig inn og suður yfir Reyðarfjörð.
Út
og norður af Reyðarfirði liggur Seley um 5 km út frá
Krossanesi. Um aldir hafa bændur við Reyðarfjörð og víðar
sent þangað vinnumenn sína til hákarla, lúðu-, skötu- og
bolfiskveiða. Eyjarnar tilheyrðu Hólmaprestakalli og er eyjan enn
í dag í umsjá sóknarprestsins á Eskifirði. En um vertíðir,
venjur og siði í Seley hefur Ásmundur Helgason frá Bjargi
skrifað ítarlega um í bók sinni „Á
sjó og landi".
Aftur
upp...
|