Atriði sem nauðsynlegt er að sem flestir viti um.  Hér má líka minnast á einstaklinga sem hafa náð einhverri frægð.

VISSIR ÞÚ AÐ...

  • fyrsta fimleikafélag á Íslandi var stofnað á Eskifirði árið 1876.

  • fyrsti fríkirkjusöfnuðurinn var á Eskifirði og þar reis fyrsta fríkirkjan á Íslandi árið 1881.

  • fyrsta rafveitan sem þjónaði heilu bæjarfélagi var reist á Eskifirði árið 1911.

  • næst fyrsti kvennaskóli á Íslandi reis á Eskifirði árið 1875.

  • raunsæisstefnan kom fyrst fram í íslenskum bókmenntum í ritinu Skuld (og fylgiritinu Nönnu) sem gefin voru út frá Eskifirði.

  • Skuldarprentsmiðjan var fyrsta prentsmiðja á Austurlandi.

  • Myndir komu fyrst fram í íslensku tímariti í blaðinu Skuld.

  • Kjartan Ísfjörð, sem stofnaði verslun í Framkaupstað, var fyrsti íslenski verslunarmaðurinn.

  • Einar Bragi rithöfundur var frá Eskifirði.

  • Dagný Jónsdóttir fyrrverandi alþingiskona er frá Eskifirði.

  • Jón Ársæll þáttagerðarmaður ólst upp á Eskifirði.

  • Valtýr Björn íþróttafréttamaður er ættaður frá Eskifirði.

  • Róbert Arnfinnsson leikari var tíu ár á Eskifirði meðan faðir hans, Arnfinnur Jónsson, var skólastjóri hér.

  • o.fl.