Vorsins vindar

 

Mildu vorsins vinda, er verma tekur sólin hlý.

Er tíbrá yfir tindrar, tökum við til starfa aftur á ný.

Svífa yfir sæinn, söngfuglar heima að strönd,

og birta fer um bæinn, byrjum við að nema lönd.

 

Með viljastyrk að vinna starf, því vilji er bara það sem þarf,

og framtíðinni munum við svo færa það í arf.

Er glóey hlær á grundum og gyllir bæði tinda og skörð,

á léttum ljúfum stundum er líf og starf við Eskifjörð.

 

Er glóir sól á grundum og gróa tekur blóm í hlíð,

á léttum, ljúfum stundum er loftið fyllir angan betri tíð,

halda í handknattleikinn, hreyknar Austrastúlkurnar,

því unga, bjarta eikin með ánægju vill vera þar.

 

Við eigum bæði þrótt og þor, þú skalt eiga þín fyrstu spor

undir Austramerki, skaltu eiga þau í vor.

Ó, komdu í knattspyrnuna, komdu með mér inn á völl.

Full af vorsins funa, fyrir Austra vinnum öll.

 

Lag: Óli Fossberg

Texti: Aðalbjörn Úlfarsson

 

- Til baka -