Út í Vík
Út í Vík er oft gaman að ganga þar á gleðin sitt dyggasta skjól og að leggja þar vanga við vanga þá skín vonanna heillarík sól.
Þegar bárurnar hljótt við steina hjala fyllast hugirnir sælu og ástarþrá. Máli elskenda tungurnar tala aðeins tunglið því sagt getur frá.
Lag: Höfundur óþekktur Texti: Árni Helgason
|