Sólargeislinn

 

Sem sólargeisli komstu í veröld mína,

er fæddist þú á björtum sumardegi.

Nú bið ég Guð að blessa velferð þína

og leiða þig á grýttum lífsins vegi.

 

Þú mömmu þinni ungri, gleði gefur.

Allir blessa og elska vininn sinn.

Og hvort sem að þú vakir eða sefur,

sem engill komstu í hjarta okkar inn.

 

Er ömmu hendur mildar um þig strjúka,

þú brosir blítt og hjalar á þinn hátt.

Og vildir helst að seint því muni ljúka,

því hendur ömmu hafa töframátt.

 

Lag: Óli Fossberg

Texti: Óli Fossberg

 

- Til baka -