Sjómannskonan

 

Það er ylur í arninum heima

það er unaður börnunum hjá

og þau biður hann Guð um að geyma

sem að ganga þar brosmild og smá.

 

Hún er sjómannsins kraftmikil kona

og kærleik í brjósti hún ber.

Hún bjartsýn mun bíða og vona

meðan bátur um öldurnar fer.

 

Hún situr við gluggann og hugsar til hans

sem á hafinu dvelur þeim frá

og öldurnar hvísla frá manni til manns:

Á morgun skal Hólmatind sjá.

 

Um hljóðar nætur hún bænirnar biður

sem berast eldheitar honum um geim.

Það ríkir einlægur, fölskvalaus friður

því farmaður kemur senn heim.

 

Lag: Þorvaldur Friðriksson

Texti: Kristján Ingólfsson o.fl.

- Til baka -