Síldarstúlkan
Hún stendur með stálhníf í hendi, og starfinu fylgir vos. Það glóir á gullna lokka, og geislar um varirnar bros. Svo mundar hún hnífinn og miðar hann mala skal henni gull. Af síkvikum höndum er síldin, söltuð uns tunnan er full.
Hún stendur við tunnuna og starfið, starfið er þjóðargull. Af eldmóði vinnur og vinnur vinnur uns tunnan er full. Þótt bít‘ana verkur í bakið, bifast hún ekki hót. Það er gullfalleg, grannvaxin stúlka, sem glaðleg fer lífinu mót.
Lag: Þorvaldur Friðriksson Texti: Aðalbjörn Úlfarsson
|