Senn kemur vorið

 

Nú kaldur vetur flýr,

því sólargeisli hlýr,

mun skína á haf og land.

Allt breytist – þegar sumarsólin skín,

við sjáum, unaðslega sýn.

 

Úr viðjum vaxa blóm,

við fossins ljúfa óm,

þar fögur fjólan grær,

því vorsins ilmur, angar hér um storð,

og óma ástarorð.

 

Við veljum okkur fagran lund

þar held ég á þinn fund.

Svo leiðumst hönd í hönd,

um grasi gróin lönd,

og njótum vorsins vís.

Við ástfangin tvö, unum okkar þar,

sem værum stödd í Paradís.

 

Lag: Óli Fossberg

Texti: Óli Fossberg

 

- Til baka -