Ríkur maður

 

Ég hugsa oft um þá gjöf, sem lífsins gæfan til mín sendi,

og gleði mig fyllir hver indæl samverustund.

Þá stoltur hugsa til baka, í bernsku ætíð þeim það kenndi,

að bros, kærleiksríkt oft léttir lund.

 

Öll börnin mín eru gullið, sem glóir í hjarta,

og gleði mér veita um alla tíð – svo blíð.

Umvafinn hlýju og ást, frá brosi þeirra undurbjarta,

ég bið Guð þau vernda ár og síð.

 

Svo þegar koma þau aftur, að hitta elsku pabba og mömmu,

sól umhyggju skín og þá skil, hve ríkur ég er.

Þau eignast örlitlar perlur sem elska afa sinn og ömmu,

og ást, trú og hlýju fá hjá mér.

 

Lag: Óli Fossberg

Texti: Guðmann Þorvaldsson

 

- Til baka -