Nú er blessuð blíða

 

Nú er blessuð blíða

blátt er hvolfið víða

morgunblærinn drepur létt á dyr.

Þá er úti að þjóta

það er gott að njóta

vors og yls, sem ekki‘ um metorð spyr.

 

Alla, alla gleður,

endurlífgar, seður

þetta hlýja, holla geislabað;

vekur vit til starfa

vilja‘ og hugsun djarfa, -

alla krafta styrkir, stælir það.

 

Sólskinsbros á sundum,

söndum, hlíðum grundum,

fossinn hlær með björtum gleðibrag!

Titrar loft af tónum,

tíbrá yfir sjónum

boðar friðarblíðan sumardag.

 

Lag: Þorvaldur Friðriksson

Texti: Guðmundur Guðmundsson

 

- Til baka -