Minning
Nú horfin ertu amma úr þessum heimi, og hvíld þú hefur fengið þrautum frá. Við biðjum þess að Guð þig ávallt geymi, að fara til hans var þín innsta þrá.
Með söknuði við berum harm í hjarta, en vitum öll að þér mun líða vel og minningu við eigum um þig, bjarta, því lífið það mun alltaf sigra hel.
Alltaf var jafn gott til þín að leita, og oft varst þú að strjúka tár af brá. Við vissum að þú myndir aldrei neita, að taka þátt í okkar von og þrá.
Með klökkum huga þökkum gæsku þín, og allt sem að þú sýndir okkur hér. Við biðjum góðan Guð með mildi sína, að blessa og vaka ávallt yfir þér.
Lag: Óli Fossberg Texti: Óli Fossberg
|