Ljúfa líf

 

Birtist mér hið ljúfa líf,

á liðnum degi.

Þegar fann ég fagurt víf,

á mínum förnum vegi.

Þá var sumarsólin hlý

og sjórinn fagur.

Angaði loftið allt af því,

að það var júlídagur.

 

Þá sá ég bjarta hárið þitt

glitra og geisla þar til mín.

Blíðlynd að sjá, brosandi mættu mér

bláu augun þín.

 

Síðan er ég sæll af því

að sól ég sá.

Komstu til mín, ljúfa líf.

Líf ég nú einn þig á.

 

Lag: Óli Fossberg

Texti: Aðalbjörn Úlfarsson

 

- Til baka -