Kærasta mey
Á úthafsins fjallbylgjum skoppar mitt fley og fannhvítir boðarnir rísa. Ég vildi þú kæmir mín kærasta mey því kaldur mig Ægir vill hýsa. Ég einn er við stýrið og stormurinn gnýr og stórsjóar byrðinginn reyna. En ósk sú í huga og hjarta mér býr að hitta þig ástin mín eina.
Lag: Þorvaldur Friðriksson Texti: Ellert Borgar
|