Hetjur hafsins.

Ég heiðra vil hugaða herra
og hylla með hjarta míns óð,
með árunum orkan vill þverra
og þrjóta mun þolgæðisglóð.
Í beljandi stórsjó var barist
Við borðstokkinn þrauka þeir enn
Þó vinirnir falli og farist
þá menn finnast enn hugdjarfir menn

Þið sjómenn með saltvatn í æðum
og svellandi dirfskunnar móð,
hlaðnir af hugprýði og gæðum
er haldið um hafkalda slóð.
Megi guð ykkar gæta og blessa
og færa ykkur gæfu í hag,
ég flyt honum bæn mína þessa
og segi til lukku með sjómannadag.

Texti: Hrönn Reynisdóttir
Lag: Þórhallur Þorvaldsson

 

Hér má sjá Karlakórinn Glað frumflytja þetta lag á Sjómannadaginn 2013

 

- Til baka -