Heimkoman
Minn hugur margar geymir myndir um liðna tíð til móður minnar renni huga til. Með verndarhendi hlífði mér hugljúf, sönn og blíð um æsku minnar stutta tímabil.
Á hlaðinu forna heima ég hinkraði ögn við en móðir mín mér sæl í móti tók. Ég aftur fann til ylsins og æskunnar heyrði nið sem aðeins geymir innsta hugarbók.
Ó, það er gott að halda heim að hitta vini forna og á ný að kynnast þeim. Já, það er gott Já, það er gott Já, það er gott að halda heim.
Um mig sælustraumur streymdi er stóð ég það á ný og móður minnar armar þrýstu mig. Ég mömmu þrýsti á móti mér mætti elskan hlý er ég vildi nú að einnig léki‘ um þig.
Ó, það er gott að halda heim að hitta vini forna og á ný að kynnast þeim. Já, það er gott Já, það er gott Já, það er gott að halda heim.
Lag: Þorvaldur Friðriksson Texti: Ellert Borgar
|