Fjallið mitt
Á sumarsins sólfögrum degi er syngjandi geng ég um veg, sindrar á láði og legi og kyrrðin indæl er umvefur mig. Svanir að hafinu svífa, syngjandi um heiðloftin blá. Mig langar að fara og fjallið mitt klífa og fegurð þess kanna og sjá.
Því fjallið mitt faðminn út breiðir svo fallega á móti mér. Ég kem til þín langar leiðir. Mikið ljómandi er gaman að vera hjá þér. Þú angar af mosa og móum, merla þér fögur ský. Í lofti er söngur frá syngjandi lóum. Þær syngja þér dirrindí.
Lag: Óli Fossberg Texti: Aðalbjörn Úlfarsson
|