Englar Drottins vaki

 

Nú næðir vindur og nóttin kemur

og nú er friður í hjarta þér,

þú átt að vita það öðru fremur

að englar Drottins þeir vaki hér.

 

Úti vindurinn vex og dvínar,

hann vekur öldur við kalda strönd

og ber um himininn bænir þínar

þær berast áfram um draumalönd.

 

Á meðan birta í brjósti lifir

þá bið ég Guð minn að vernda þig,

ég bið um ást fyrir allt sem lifir

og englar Drottins þeir styðji mig.

 

Í myrkri finnur þú máttinn dofna

á meðan vindur um landið fer.

Þín augu lokast, þú ert að sofna

og englar Drottins þeir fylgja þér.

 

Lag: Þorvaldur Friðriksson

Texti: Kristján Hreinsson

 

- Til baka -