Boðið í dans

 

Nú, komdu hérna kæra mey,

ég kyssi mjúkan vanga þinn,

þá kannski viltu dansa við mig skottís eða ræl.

 

Út á gólfi, elsku ljúfan,

unaðsblossa marga finn,

þú ert afar falleg, hnellin, rjóð og sæl.

 

Æ, má ég við þig dansa

valsa ljúfa eða viltu tangó

og sveiflast þá svo létt í faðmi mér.

 

Hægur vangadansinn

gefur hamingjunni sjansinn

er þú þrýstir þér afarsætt að barmi mér.

 

Eftir boði bíð,

brosmild undurfríð.

Þú veist ég mun elska þig og virða allt tíð.

 

Hvísla í eyra þér,

ástfanginn ég er.

Viltu elsku besta í kvöld svo giftast mér.

 

Lag: Þorvaldur Friðriksson

Texti: Guðmann Þorvaldsson

 

- Til baka -