Blikandi bárur

 

Þegar ég held út á hafið burt frá strönd,

heilsa mér blikandi bárur.

Logandi af áhuga létt er þá mín önd

og langar að stýra eitthvað suður í lönd.

 

En þó að það kitli mig, kvelur ekki þráin,

því kuldaleg var spáin, sem sagði hann frá í dag.

Því netin mín bíða og nú er að sjá,

hvað netin mín færa mér þá.

 

Og þegar ég legg aftur, leið er yfir sand,

ég lyftist á blikandi bárum.

Þær hjala við súðina og gefa engum grand.

Gnoðin mín skríður með aflann í land.

 

Þegar ég kem upp að bryggjunni í kvöld,

kominn af blikandi bárum.

Þá síga á bæinn hin húmsins dökku tjöld

held ég um rattið, því þar hef ég völd.

 

Og þar munu bíða mín börnin bæði og kona

og bíða mín og vona, ég komi bráðum heim.

Þá verður gaman með geislandi bros,

- gleymist þá sjómannsins vos.

 

Aftur að morgni ég sigli yfir sæ,

sigli á blikandi bárum.

Kærleiksrík verður hún kveðjan sem ég fæ.

Kveðjan frá vinnandi höndum í bæ.

 

Lag: Óli Fossberg

Texti: Aðalbjörn Úlfarsson

 

- Til baka -