Ástarkveðja

 

Á hlýju kveldi, merlar tungl um mið og voga

og mildur blærinn, flytur ástarljóð til þín.

Í brjóstum okkar, bærast hjörtu sem loga,

ég bíð þín kæra, komdu aftur fljótt til mín.

 

Ó, ástin eina, sárt nú sakna heitra orða

og sælustrauma, þeirra sem ég alsæll naut.

Í bænum mínum, bið ég Guð þér að forða

frá böli heimsins, áhyggjum og sorg og þraut.

 

Við áttum saman, örlitla unaðsstund

og ljúfan ástarfund,

meðan húmaði að nóttu.

 

Sem fugl á flugi,

fórstu burtu frá mér.

En fögur minningin um þig, lifir enn hér.

 

Lag: Þorvaldur Friðriksson

Texti: Guðmann Þorvaldsson

- Til baka -