Æskustund

 

Man ég æsku minnar stund

margt var þá á kreiki.

Heima oft var hýr vor lund

og hélt í alls kyns leiki.

Geislaði oft þá gleði um brá

og glóði sól um ver,

er foldin ísa faldar snjá

hve falleg hún þá er.

 

Þú æsku liðna ævitíð

sem unaðs veittir stundir.

Bros um varir, blóm í hlíð

og birtu á allar lundir.

Man ég oft við móðurkné

að mild strauk hönd um kinn,

að ljúfa bæn hún lét í té

við litla drenginn sinn.

 

Lag: Óli Fossberg

Texti: Aðalbjörn Úlfarsson

 

- Til baka -