Kveðja

 

Stattu við um stund á Hólmahálsi

og horfðu yfir fjörð og byggð og sæ,

og lít þú á, hve fjallahringur frjálsi

í faðmi sínum lykur sérhvern bæ.

Þarna sérðu Skrúð á stakki háum standa

sem stoltan tryggan útidyra vörð,

en Vöttur gamli lýsir milli landa

með leifturkyndli veg á Reyðarfjörð.

 

Þarna sérðu gnæfa Hólmatindinn háa.

Það harmatröll er vinur þinn og minn,

hann dregur hugann frá því ljóta og lága

og leið oss vísar upp í himininn.

Á brúðarslæður Bleiksárfossar minna,

sú bæjarprýði af höndum Drottins gjörð.

Ég bið svo fyrir boð til vina minna

með bestu hjartans kveðju á Eskifjörð

 

Texti: Pétur Jónsson skósmiður Akureyri.

Lag: Þorvaldur Friðriksson.

- Til baka -